Kristilega skólahreyfingin, KSH, auglýsir eftir starfsmanni. Óskað er eftir einstaklingi með djákna- eða guðfræðimenntun til starfa fyrir Kristilegu skólahreyfinguna í 50% starfi. KSH eru frjáls félagasamtök og er samstarfsvettvangur fyrir KSS (Kristileg skólasamtök) og KSF (Kristilegt stúdentafélag). Meginmarkmið hreyfingarinnar er að sameina kristna stúdenta og skólanemendur og leiða framhalds– og háskólanemendur til trúar á Jesú Krist. Skólahreyfingin og aðildarfélög hennar byggja á hinum hlutlæga (objektiva) hjálpræðisgrunni, sem lagður er af Jesú Kristi með friðþægingu hans fyrir syndir vorar og upprisu hans oss til réttlætingar, samkvæmt heilagri ritningu og játningarritum evangelísk-lútherskrar kirkju.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Náið samstarf með stjórnum KSS og KSF.
- Regluleg trúarfræðsla í orði og riti.
- Sálgæsla fyrir þátttakendur í starfi KSS og KSF.
- Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi.
- Fjáröflun í samstarfi við gjaldkera stjórnar KSH.
Hæfniskröfur:
- Djáknamenntun eða sambærileg guðfræðimenntun.
- Reynsla af því að vinna með ungu fólki á aldrinum 15 – 30 ára.
- Reynsla af kristilegu æskulýðsstarfi.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Reynsla af því að skipuleggja viðburði og fundi æskileg.
- Reynsla af fjáröflun æskileg.
Nánari upplýsingar:
- Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2016.
- Starfshlutfall er 50%.
- Miðað er við að umsækjandi geti hafið störf 1. ágúst 2016.
- Umsóknir skal afhenda í lokuðu umslagi á þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28, 104 Reykjavík eða senda í tölvupósti á ksh@ksh.is. Umsókn skal vera merkt: Starfsumsókn KSH.
- Upplýsingar veitir Hildur Björg Gunnarsdóttir, formaður stjórnar KSH, hbg18@hi.is, sími: 847-8947.
- Hægt er nálgast upplýsingar um KSS, KSF og KSH á heimasíðum félaganna: www.kss.is, www.ksf.is og www.ksh.is.